Íþróttir

Njarðvíkingar efstir með markatöluna 9:0
Bergþór Ingi Smárason skoraði eitt marka Njarðvíkinga.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 15. maí 2022 kl. 10:21

Njarðvíkingar efstir með markatöluna 9:0

Njarðvíkingar fara heldur betur af stað með látum í 2. deild karla í knattstpyrnu. Eftir tvær umferðir eru þeir með fullt hús stiga, hafa skorað níu mörk og haldið hreinu. Í gær voru það Magnamenn frá Grenivík sem lentu í Njarðvík og fór leikurinn 5:0.

Mörk Njarðvíkinga gerðu þeir Matthías Þórir Matthíasson (23'), Oumar Diouck (36' og 59'), Úlfur Ágúst Björnsson (47') og Bergþór Ingi Smárason (49'). 

Oumar Diouck hefur skorað þrjú mörk fyrir Njarðvík og er markahæstur í 2. deild karla.
Víðismenn byrja einnig vel í 3. deild karla í knatttspyrnu en í gær lögðu þeir Sindra frá Hornafirði 2:1. Það voru reyndar Sindramenn sem leiddu leikinn í hálfleik en tvö mörk Víðis í seinni hálfleik tryggði þeim sigurinn.

Mörk Víðis: Jóhann Þór Arnarsson (59') og Aron Freyr Róbertsson (66').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Jóhann Þór hefur skorað í báðum leikjum Víðis til þessa.