Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar
Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar

Íþróttir

Njarðvíkingar búnir að semja við nýjan Kana
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 12:23

Njarðvíkingar búnir að semja við nýjan Kana

Úrvalsdeildarlið UMFN í körfubolta hefur samið við Wayne Martin um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s-deild karla. Martin er 26 ára gamall, 201 cm og 108 kg miðherji, sem útskrifaðist úr Tennessee State University vorið 2017. Þar skilaði hann 14,4 stigum og 9,2 fráköstum og var með 60,5% 2ja stiga skotnýtingu.

Síðustu tvö keppnistímabil hefur hann spilað í Evrópu. Fyrra tímabilið með Sigal Prishtina í Kosovo en þar lék hann m.a. í FIBA Europe Cup. Hann færði sig svo til Kýpur eftir áramót og var þar með 14,2 stig og 8,5 fráköst á leik með Etha.

Í vetur var Martin á mála hjá Leicester í 2 mánuði þar sem að hann leysti af meiddan leikmann. Hann lék einnig með Leicester í FIBA Europe Cup, en Leicester varð meistari í ensku deildinni í vor. Í sumar er hann að leika í sumardeild í Víetnam og lýkur þeirri keppni í ágúst en áætlað er að kappinn verður mættur til Íslands um mánaðarmótin ágúst/september.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs