Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tyllti sér á toppinn
Brittany Dinkins leiddi sigur Njarðvíkinga í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 27. nóvember 2024 kl. 10:54

Njarðvík tyllti sér á toppinn

Njarðvík vann öruggan sigur á botnliði Vals í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í gær. Með sigrinum tyllir Njarðvík sér á toppinn með jafnmörg stig og Haukar sem tekur á móti liði Keflavíkur í kvöld.

Þrjú lið eru í hörkubaráttu um efsta sætið; Njarðvík hefur unnið sex leiki og tapað tveimur, Haukar hafa einnig unnið sex leiki en tapað einum og þá hefur Keflavík unnið fimm leiki og tapað tveimur. Ef Keflavík vinnur í kvöld eru þessi þrjú lið efst og jöfn að stigum.

Njarðvík - Valur 77:67

(17:17, 20:18, 19:14, 21:18)

Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku Valskonur yfirhöndina í og náðu átta stiga forystu í öðrum leikhluta (22:30). Njarðvíkingar spýttu þá í lófana, skelltu vörninni í lás og sneru leiknum sér í vil áður en blásið var til háflleiks (37:35).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðji leikhluti féll með Njarðvíkingum sem juku muninn í sjö stig (56:49) og höfðu að lokum tíu stiga sigur (77:67).

Njarðvík: Brittany Dinkins 27/5 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 16/24 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Bo Guttormsdóttir-Frost 11, Ena Viso 7/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 6, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Katrín Ósk Jóhannsdóttir 0, Sara Björk Logadóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0.