Íþróttir

Njarðvík og Keflavík spáð sigri í Subway-deild karla
Mun Benedikt Guðmundssyni takast að gera Njarðvík að bikar- og Íslandsmeisturum á fyrsta árinu sínu í Ljónagryfjunni?
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 5. október 2021 kl. 20:19

Njarðvík og Keflavík spáð sigri í Subway-deild karla

Njarðvíkingar og Keflvíkingar munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í Subway-deild karla í vetur en fyrsta umferðin verður leikin í þessari viku.

Körfuknattleikssambandið sendi út spár félaganna og fjölmiðla í vikunni. Félögin spá bikarmeisturum Njarðvíkur sigri í karladeildinni og deildarmeisturum síðasta árs, Keflavík, öðru sæti. Fjölmiðlar spá hins vegar Keflavík sigri og að Njarðvík lendi í öðru sæti. Grindvíkingum er spáð sjöunda og áttunda sæti.

Hjá konunum er Keflavík spáð fjórða sæti af báðum aðilum en Njarðvík fimmta sæti hjá félögunum og fjölmiðlar spá nýliðunum úr Ljónagryfjunni sjötta sæti. Grindvíkingum er spáð sjöunda sæti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fyrstu leikir í Subway-deild kvenna:

Keflavík - Skallagrímur | Blue-höllin miðvikudaginn 6. október klukkan 19:15
Grindavík - Valur | HS Orku-höllin miðvikudaginn 6. október klukkan 19:15
Haukar - Njarðvík | Ásvellir miðvikudaginn 6. október klukkan 20:15

Fyrstu leikir í Subway deild karla:

Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Ljónagryfjan fimmtudaginn 7. október klukkan 18:15
Vestri - Keflavík | Ísafjörður fimmtudaginn 7. október klukkan 19:15
Grindavík - Þór Akureyri | HS Orku-höllin föstudaginn 8. október klukkan 18:15


Spá félaga:

Subway-deild kvenna:

1. Haukar (284 stig)
2. Valur (204 stig)
3. Fjölnir (200 stig)
4. Keflavík (136 stig)
5. Njarðvík (90 stig)
6. Breiðablik (80 stig)
7. Grindavík (53 stig)
8. Skallagrímur (33 stig)

Subway-deild karla:

1. Njarðvík (398 stig)
2. Keflavík (367 stig)
3. Stjarnan (329 stig)
4. Valur (323 stig)
5. Tindastóll (312 stig)
6. KR (235 stig) 
7. Grindavík (223 stig)
8. Þór Þorlákshöfn (215 stig)
9. ÍR (146 stig)
10. Þór Akureyri (107 stig)
11. Breiðablik (102 stig)
12. Vestri (51 stig)

Fjölmiðlaspá:

Subway-deild kvenna:

1. Haukar (152 stig)
2. Valur (111 stig)
3. Fjölnir (101 stig)
4. Keflavík (82 stig)
5. Breiðablik (50 stig)
6. Njarðvík (37 stig)
7. Grindavík (32 stig)
8. Skallagrímur (20 stig)

Subway-deild karla:

1. Keflavík (141 stig)
2. Njarðvík (129 stig)
3. Tindastóll (122 stig)
4. Stjarnan (115 stig)
5. Valur (110 stig)
6. Þór Þorlákshöfn (110 stig)
7. KR (78 stig) 
8. Grindavík (74 stig)
9. ÍR (55 stig)
10. Þór Akureyri (38 stig)
11. Breiðablik (27 stig)
12. Vestri (16 stig)