Íþróttir

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík
Hér fagnar Aliyah Collier Kamillu Sól Viktorsdóttur sem setti niður þrjá þrista í þremur tilraunum í gær. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 08:50

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík

Það var Suðurnesjaslagur í Subway-deild kvenna í gær þegar nýliðar Njarðvíkur tókku á móti nýliðum Grindavíkur. Njarðvíkingar reyndist talsvert sterkari aðilinn og eru nú einar efstar í deildinni en Valur á einn leik inni og getur jafnað þær að stigum. Keflvíkingar tóku einnig á móti Fjölni í gær og máttu þola naumt tap.

Njarðvík - Grindavík 71:54

(19:16, 13:11, 21:16, 18:11)

Það var hart tekist á í gær þegar Suðurnesjaliðin tvö mættust. Það má segja að Grindavík hafi náð að hanga í Njarðvíkingum en þó var sigur heimaliðsins aldrei í hættu enda breidd liðsins talsvert meiri en hjá Grindavík. Sést það best á stigaskorun af bekk en bekkurinn hjá Njarðvík gerði fjórtán stig í sigringum í gær á meðan bekkur Grindvíkinga skoraði ekkert stig.

Aðaleinvígið var á milli þeirra Aliyah Collier hjá Njarðvík og Robbi Ryan hjá Grindavík en Ryan setti niður 24 stig og tók tíu fráköst. Collier setti á hinn bóginn niður átján stig, tók sex fráköst og stal boltanum sex sinnum, hún var með 27 framlagspunkta en Ryan 26 þannig að þær tvær voru á svipuðum skala.


Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 18/6 fráköst/6 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 15/12 fráköst, Diane Diéné Oumou 13/11 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 10, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir  2/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Vilborg Jonsdottir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 24/10 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 14/8 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/4 fráköst, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Tölfræði leiks.


Keflavík-Fjölnir 90:95

(10:20, 30:24, 17:27, 33:24)
Daniela Wallen átti enn einn stórleikinn, gerði 29 stig, tók tólf fráköst og átti fimm stoðsendingar, þá var hún með 38 framlagspunkta.

Miklar sveiflur voru á leiknum í gær og skiptust liðin á að sýna sínar bestu hliðar. Gestirnir byrjuðu betur og náðu þægilegri tíu stig forystu í fyrsta leikhluta en Keflavík minnkaði muninn í fjögur stig fyrir hálfleik. Fjölnir jók muninn um önnur tíu stig í þriðja leikhluta og það reyndist heimaliðinum of stór biti til að kyngja.

Keflavík lenti undir í byrjun og elti allan leikinn, í hálfleik munaði aðeins tveimur stigum á liðnum en hann jókst aftur í upphafi seinni hálfleiks. Keflvíkingar börðust hetjulega í lokin og Agnes María Svansdóttir jafnaði þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum (84:84) en lengra komust þær ekki og naumt tap í hörkuleik niðurstaðan.

Agnes María jafnaði leikinn þegar lítið var eftir en gestirnir náðu að taka öll stigin.

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 29/12 fráköst/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 15/7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Agnes María Svansdóttir 11, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Tunde Kilin 3, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Tölfræði leiks.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, skellti sér á leikina í gær og má sjá myndasöfn hér að neðan.

Njarðvík - Grindavík (71:54) | Subway-deild kvenna 1. desember 2021

Keflavík - Fjölnir (90:95) | Subway-deild kvenna 1. desember 2021

Tengdar fréttir