Nettó
Nettó

Íþróttir

Njarðvík á toppi deildarinnar
Jeb Ivey hefur verið ótrúlega drjúgur fyrir Njarðvíkinga á tímabilinu. Hér er hann í aksjón gegn Keflavík. VF-mynd/pket.
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 10:30

Njarðvík á toppi deildarinnar

Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar þeir sigruðu Þór frá Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í gær og sitja einir á toppi Domino´s deildarinnar í körfubolta. Grindavík vann einnig sinn leik.

Leikur Njarðvíkur og Þórs var jafn allan tímann en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér sigur 82-76. Njarðvík leiddi í hálfleik 43-38. Stigahæstir heimamanna voru Jeb Ivey með 19 stig og Elvar Már Friðriksson með 18. Þá var Ólafur Helgi Jónsson með 12 stig.

Grindvíkingar unnu Skallagrím á heimavelli 90-83 eftir að hafa leitt með 8 stigum í hálfleik. Leikurinn var í járnum allan tímann og mjög jafn. Heimamenn náðu að halda forskoti sem þeir höfðu eftir fyrri hálfleikinn. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur hjá UMFG með 26 stig, Ólafur Ólafsson var með 16 stig og Lewis Clinch Jr. með 14 stig.
Þriðja Suðurnesjaliðið, Keflavík leikur gegn KR í Frostaskjóli í kvöld, föstudag.

Í kvennaflokki vann Keflavík Stjörnuna í fyrrakvöld 68-59 og er í 2. sæti deildarinnar með Snæfelli. Leikurinn þótti slakur en bikarmeistararnir náðu að knýja fram sigur.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs