Íþróttir

Níu marka leikur á Blue-vellinum
Hörður Sveinsson skoraði sjöunda og síðasta mark Reynis. VF-mynd: Páll Orri
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 29. ágúst 2020 kl. 22:18

Níu marka leikur á Blue-vellinum

Markasúpa þegar Reynir tók á móti Einherja

Reynir hefur verið yfirburðalið í 3. deild karla í sumar. Fyrsta tap Reynismanna kom í síðustu umferð gegn Augnabliki en þeir bættu fyrir það með stórsigri á Einherja í dag.

Það var Elton Barros sem skrúfaði frá markasúpunni þegar hann skoraði á 4. mínútu, Ante Marcic jók muninn í 2:0 á 11. mínútu.

„Hann á völlinn!“

Eins og áður hefur komið fram þá „á“ Magnús Sverrir Þorsteinsson Blue-völlinn. Nú var komið að hans þætti í leiknum og Magnús skoraði þrennu fyrir leikhlé (12', 23' og 40'). Einherja tókst að svara í tvígang (14' og 39') og staðan 5:2 í leikhléi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur en þó bættu Reynismenn við tveimur mörkum. Þar voru að verki þeir Ási Þórhallsson (82') og Hörður Sveinsson (85'). Stórsigur Reynis því 7:2 og þeir sitja sem fastast á toppi deildarinnar.