Íþróttir

Níu Íslandsmet hjá sundfólki ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir sigraði í 50m, 100m og 200 bringusundi.
Sunnudagur 19. júlí 2020 kl. 23:00

Níu Íslandsmet hjá sundfólki ÍRB

Sundfólk ÍRB skilaði níu Íslandsmeistaratitlum í hús á Íslandsmótinu í 50 metra laug í Laugardalslauginni um helgina. „Mörg góð sund voru hjá góðu og efnilegu liði ÍRB um þessa helgi sem gefa góð fyrirheit um komandi tíð,“ segir Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá ÍRB

Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson sigruðu í þremur greinum og Eva Margrét Falsdóttir í tveimur og Gunnhildur B. Baldursdóttir í einni grein.

Sólning
Sólning

Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 50 2020:

Karen Mist Arngeirsdóttir í 50m, 100m og 200 bringusundi.
Már Gunnarsson í 50m, 100m og 200m bringusundi S11.
Eva Margrét Falsdóttir í 400m fjórsundi 200m fjórsundi.
Gunnhildur Björg Baldursdóttir 200m flugsund.

Verðlaunahafar ÍRB á ÍM 50 2020

Fannar Snævar Hauksson: Silfur í 100m flugsundi, brons í 200m flugsundi og silfur í 100m baksundi.

Eva Margrét Falsdóttir: Silfur í 200m bringusundi og 100m bringusundi.

Gunnhildur Björg Baldursdóttir Silfur í 800m skriðsundi.

Flosi Ómarsson: Brons í 50m baksundi.

Kvennasveit ÍRB: Bronsverðlaun í 4 x 200m skriðsundi.

Sveitina skipuðu: Eva Margrét Falsdóttir, Thelma Lind Einarsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir

Kvennasveit ÍRB: Silfurverðlaun í 4 x 100m fjórsundi.

Sveitina skipuðu: Eva Margrét Falsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir.

Karlasveitir ÍRB (piltasveitirnar) stóðu sig afar vel og settu ÍRB met pilta í 4 x 100m skriðsundi og 4 x 100m fjórsundi en bæði þessi met voru gildandi íslandsmet í þessum flokki frá 2012.

ÍRB met pilta í 4 x 100m skriðsundi með bætingu um tvær sek.

Sveitina skipuðu: Stefán Elías Davíðsson, Fannar Snævar Hauksson, Aron Fannar Kristínarson og Alexander Logi Jónsson.

ÍRB met pilta í 4 x 100m fjórsundi með bætingu um þrjár sek.

Sveitina skipuðu: Flosi Ómarsson, Alexander Logi Jónsson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Davíðsson.


Már Gunnarsson sigraði í 50m, 100m og 200m bringusundi S11.


Eva Margrét vann tvær greinar.


Gunnhildur landaði titli í 200 m flugsundi sem hún sést hér í.


ÍRB piltasveit sigraði 4x100 m skriðsundi: Stefán Elías Davíðsson, Fannar Snævar Hauksson, Aron Fannar Kristínarson og Alexander Logi Jónsson.

stóð sig mjög vel og setti tvö Íslandsmet.


Kvennasveitin fékk tvenn verðlaun.