Píratar
Píratar

Íþróttir

Naumt tap í Eyjum
Víðismenn sækja að marki KFS í gær. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 18. júlí 2021 kl. 10:42

Naumt tap í Eyjum

Víðismenn hafa verið í basli í sumar og það breyttist ekki í gær þegar liðið mætti KFS á Týsvellinum í Vestmannaeyjum í þriðju deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn var KFS í fallsæti (ellefta sæti) en Víðir í því áttunda. KFS hafði betur í baráttuleik og er nú komið upp að hlið Víðis, bæði lið með þrettán stig en Víðir hefur betra markahlutfall.

KFS hóf leikinn af krafti og skoraði snemma (7'). Þeir tvöfölduðu forystuna á 13. mínútu og staðan 2:0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Viðreisn
Viðreisn

Víðismenn voru ekkert á því að gefast upp og mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fljótlega minnkaði Arnór Björnsson muninn í eitt mark (51') og Jóhann Þór Arnarsson jafnaði leikinn á 61. mínútu. Því miður fyrir Víðismenn gerði KFS út um leikinn á 71. mínútu og tóku öll stigin.

Það er hörkubarátta framundan í neðri hlutanum í þriðju deildinni en aðeins munar fjórum stigum á liðunum í sjöunda til ellefta sæti sem er fallsæti.