Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Íþróttir

Nágrannaslagur í Keflavík í kvöld - Njarðvíkingar mæta í bikar!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 10:05

Nágrannaslagur í Keflavík í kvöld - Njarðvíkingar mæta í bikar!

Sögulegur leikur liðanna í bikarkeppninni 1985

Nágrannarnir Keflavík og Njarðvík mætast öðru sinni á einni viku en þau mætast í 16-liða bikarúrslitum í kvöld á Nettó-vellinum í Keflavík. Liðin gerðu jafntefli þegar þau áttust við í Inkasso-deildinni í síðustu viku. 
Liðin mættust í bikar árið 1985 í sögulegum leik sem byrjaði með fáránlegu gríni, eða eins og í Monty Python mynd, segir í Víkurfréttum eftir leikinn, skrifað af Eiríki Hermannssyni, sem þá var blaðamaður á VF. Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Páll Ketilsson tóku ljósmyndir á þessum stórleik og þær birtust í Víkurfréttum vikuna á eftir og þar má sjá mörkin og stemmninguna sem ríkti en á ýmsu gekk í leiknum.

En byrjunin var sem sagt seinkun á leiknum því Eyjólfur Ólafsson, dómari sagði merkingar á vellinum ekki réttar, bogi á miðju of stór og bogi á vítateig líka. Kalla varð til vallarstarfsmenn til að mála nýja boga í hvítu og svo bað Eyjólfur um að það yrði sett græn málning röngu merkingarnar. Græna málingin dugði aðeins á hluta af því sem þurfti að mála grætn en Eyjólfur sem VF kallaði einhvern tíma spjaldaspóa, lét þar við sitja.

Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og sóttu en svo jafnaðist leikurinn þar til að þeir misstu Guðmund Val út af með rautt spjald síðla fyrri hálfleiks. Sigurður Björgvinsson skoraði svo fallegt skallamark á síðustu mínútu hálfleiks og kom Keflavík yfir 0-1. Keflavík bætti svo við marki strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks sem var sjálfsmark Njarðvíkinga eftir fyrirgjöf frá Sigga Björgvins. Helgi Bentsson, nýkominn til Keflavíkur, bætti svo þriðja markinu við á 78. mín. og gulltryggði stórsigur Keflavíkur.

Tæpir 1100 áhorfendur mættu á völlinn í Njarðvík á þennan nágrannaslag sem þótti ekkert sérstaklega skemmtilegur að því er fram kemur í gömlum blöðum VF og fleiri. Fyrrnefndur Eyjólfur dómari átti víst hlut í því. 

Stemmningin er góð fyrir leikinn í Keflavík í kvöld, búið að setja upp stórt tjald við völlinn þar sem boðið verður upp á borgara og fleiri veitingar til sölu.

Bæði liðin og stuðningsmenn bíða í ofvæni eftir leiknum sem hefst kl. 19.15. Góða skemmtun!

Hér er grein og myndir úr leiknum 1985 úr Víkurfréttum sem sjá má á timarit.is

Njarðvík - Keflavík 2019

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs