Íþróttir

Mjög fáir hafa nýtt sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar
Krakkar að glíma í júdó. Mynd af vefnum fristundir.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 12. apríl 2021 kl. 20:25

Mjög fáir hafa nýtt sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar

Félagsmálaráðuneytið opnaði í nóvember 2020 fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina síðasta vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021.

Á Facebook-síðunni Íþróttir- Tómstundir og Forvarnir í Reykjanesbæ kemur í dag fram að einungis 345 af þeim 889 sem eiga rétt á þessum íþrótta- og frístundastyrk fyrir tekjulægri heimili, að upphæð 45.000 kr. á hvert barn fætt á árunum 2005–2014, eru búin að nýta hann. Frestur til að sækja um styrkinn rennur út eftir þrjá daga, eða 15. apríl.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hægt er að sækja um styrkinn á Ísland.is til og með 15. apríl.


Barn sem er ekki í skipulögðu frístundastarfi

Ef barnið þitt er ekki í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- eða æskulýðsstarfi þá hvetjum við þig til fara inn á Frístundavef Reykjaness og kynna þér það fjölbreytta barnastarf sem boðið er upp á. Allir með! verkefnið hefur látið útbúa myndbönd sem finna má inni á síðunni þar sem allt frístundastarf er kynnt.


Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti sér starf ungmennaráðs Reykjanesbæjar og unglingaráðs Fjörheima í félagsmiðstöðnni að Hafnargötu 88 fyrir skemmstu.