Omnis
Omnis

Íþróttir

Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna - UMFG og Víðir töpuðu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 18:56

Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna - UMFG og Víðir töpuðu

Það var misjafnt gengi hjá Suðurnesjaliðunum í fótboltanum í dag. Grindvíkingar og og Víðismenn töpuðu, Reynismenn unnu en Voga-Þróttarar gerðu jafntefli.

Grindvíkingar töpuðu í Pepsi MAX-deildinni fyrir norðan gegn KA 2:1 og skoraði Alexander Veigar Þórarinsson mark þeirra.

Víðismenn töpuðu á heimavelli gegn Vestra í dag 0:1 eftir góða leiki að undanförnu. Eftir tapið eru Garðmenn í 2.-4. sæti með 13 stig en Vestramenn eru í 5. sæti. Leiknir F. eru efstir með 15 stig.
Vestramenn með Bjarna Jóhannsson þjálfara í brúnni léku vel í fyrri hálfleik í Garðinum og uppskáru gott mark sem dugði þeim til sigur. Bjarni var einmitt á leik Víðis gegn Völsungi nýlega og hefur greinilega náð að lesa í leik liðsins.

Í sömu deild gerðu Voga-Þróttarar jafntefli 2:2 gegn Tindastóli á Sauðárkróki sem náði í sitt fyrsta stig í deildinni í sumar. Heimamenn komust í 1:0 en Vogamenn jöfnuðu með marki Andy Pew. Stólar komust aftur yfir en Voga-Þróttarar jöfnuðu á 87. mínútu þegar Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði. Þróttarar eru í 7. sæti með 9 stig.

Sandgerðingar unnu Einherja 1:2 á útivelli og skoruðu Óðinn Jóhannsson og Aron Örn Reynisson mörk Sandgerðinga. Þeir eru í 5. sæti 3. deildar með 11 stig.
Í sömu deild unnu Kórdrengir Augnablik 4:1 en í liði drengjanna eru margir þekktir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur og Njarðvíkur. Í þessum leik skoruðu Keflvíkingarnir Magnús Þórir Matthíasson (2 mörk) og Daníel Gylfason skoruðu þrjú af fjórum mörkum liðsins.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs