Omnis
Omnis

Íþróttir

Mikilvægur Keflavíkursigur - Njarðvík tapaði
Fyrra mark Gunnólfs í leiknum í gær. Ljósmyndir: Guðmundur Sigurðsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 11:08

Mikilvægur Keflavíkursigur - Njarðvík tapaði

Keflavík vann mikilvægan sigur á Fram í Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Framvellinum í gær. Úrslit leiksins voru 1-2 fyrir Keflavík þar sem Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson skoraði bæði mörk Keflavíkur.

Fyrra markið kom í uppbótartíma í fyrri háldleik en það síðara á 68. mínútu. Bæði mörk Gunnólfs má sjá á meðfylgjandi myndum sem Guðmundur Sigurðsson tók í leiknum.

Keflavík er í 7. sæti deildarinnar með 19 stig.

Njarðvíkingar tóku á móti Þrótti R. á Rafholtsvellinum í Njarðvík á laugardag. Njarðvík tapaði með tveimur mörkum gegn þremur frá Þrótti. Ivan Prskalo skoraði bæði mörk Njarðvíkur.

Njarðvík er í 10. sæti deildarinnar með 10 stig. Liðin í fallsætunum hafa jafnframt 10 stig en Njarðvík er með betri markatölu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs