Íþróttir

Mikilvæg þrjú stig til Grindavíkur
Josip Zeba skoraði sigurmark Grindavíkur á 77. mínútu eftir harða sókn að marki Eyjamanna. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 28. júlí 2019 kl. 18:47

Mikilvæg þrjú stig til Grindavíkur

Grindvíkingar nældu í þrjú mikilvæg stig gegn ÍBV á Mustadvellinum í Grindavík í dag. Þar fór fram leikur í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Gary John Martin kom Eyjamönnum yfir á 27. mínútu leiksins og ÍBV var yfir í hálfleik.

Grindvíkingar komu einbeittir til síðari hálfleiks og þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Oscar Manuel Conde Cruz fyrir heimamenn. Hann fór meiddur af velli fjórum mínútum síðar. Josip Zeba skoraði svo sigurmark Grindavíkur á 77. mínútu eftir harða sókn að marki Eyjamanna.

Grindavík er með 17 stig og er þegar þetta er skrifað í 9. sæti deildarinnar en fleiri leikir eru í kvöld og á morgun.

Næsti leikur Grindavíkur er gegn KR í Reykjavík þann 6. ágúst.

Myndirnar tók Hilmar Bragi í leiknum nú áðan.Það getur stundum verið flókið að mynda knattspyrnuleik, þegar varamenn stilla sér upp milli ljósmyndara og þess sem er að gerast á vellinum :) Við missum samt sjaldan af marki!


Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs