Íþróttir

Mikill fjöldi í sundi eftir veirulokun
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 20. maí 2020 kl. 07:27

Mikill fjöldi í sundi eftir veirulokun

Um 700 manns mættu í Sundmiðstöð Keflavíkur á opnunardaginn síðasta mánudag. Hafsteinnn Ingibergsson, forstöðumaður, sagði hann að allt hafi gengið vel en aðsókn hafi verið 25-30% meiri en á sama tíma í fyrra.

„Það mættu allir með sólskinsbros og allt gekk vel. Aðsóknin dreifist yfirleitt vel hjá okkur yfir daginn og þannig var það núna. Fastagestirnir mættu allir og svo einhverjir fleiri. Fólk veit af tveggja metra reglunni og passar sjálft upp á hana,“ sagði Hafsteinn en boðið var upp á kaffisopa og kökusneið á fyrsta opnunardegi eftir veirulokun í Sundmiðstöðinni en hún hafði verið lokuð frá 24. mars síðastliðinn og opnuð aftur 18. maí.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nokkrir fastagestir sem mæta fyrst í laugina alla morgna gerðu sér glaðan dag, á sunnudag, daginn fyrir opnun og héldu litla grillveislu fyrir sundfélaga. Þeim þótti ástæða til að fagna enduropnun laugarinnar.