Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Mikill áhugi hjá fótboltastelpum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 13. júní 2020 kl. 07:19

Mikill áhugi hjá fótboltastelpum

Nettómót Keflavíkur í fótbolta fyrir 7. flokk kvenna fór fram í Reykjaneshöll og á æfingasvæðinu vestan við höllina um síðustu helgi. Fjölmörg lið mættu til leiks en á mótinu eru ungar fótboltastelpur að stíga sín fyrstu skref og var markmið mótsins að þær fengju að njóta þess að spila fótbolta með leikgleðina að leiðarljósi.

Á mótinu var mikil áhersla lögð á félagslega þáttinn og var mikið um að vera fyrir iðkendur til viðbótar við fótboltann.

Myndasafn fylgir fréttinni.

Fótboltamót 7. flokks telpna