Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Meiðsli í herbúðum Keflvíkinga
Mánudagur 16. júlí 2018 kl. 14:58

Meiðsli í herbúðum Keflvíkinga

Marko Nikolic, bakvörður og leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deildinni knattspyrnu leikur ekki meira með liðinu í sumar en hann er með slitið krossband, þetta kemur fram á fótbolta.net.
Marko kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 2017 og náði hann aðeins sjö leikjum í sumar áður en hann meiddist, hann lék alla leiki Keflavíkur í Inkasso-deldinni í fyrra.

Þá er Juraj Grizelj enn meiddur og segir Eysteinn Húni, þjálfari Keflavíkur í samtali við fótbolta.net að það sé langt í land með að hann geti spilað á nýjan leik. Lasse Rise er einnig á meiðslalistanum hjá Keflavík en vonast er til þess að hann geti farið að spila á næstunni.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs