Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Markasúpa hjá Suðurnesjaliðunum
Sunnudagur 23. september 2018 kl. 18:05

Markasúpa hjá Suðurnesjaliðunum

- sem töpuðu bæði

Suðurnesjaliðin töpuðu bæði í markasúpuleikjum í Pepsi-deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla í dag. Keflavík tapaði með fjórum mörkum gegn engu í Keflavík í dag og Grindvíkingar töpuðu með fjórum mörkum gegn þremur norður á Akureyri.
 
Keflavík tók á móti Víkingi á Nettóvellinum í Keflavík í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik brustu flóðgáttir Keflavíkur og Víkingar skoruðu fjögur mörk, þar af tvö í blálokin. Keflavík hefur enn ekki unnið leik í sumar og aðeins ein umferð eftir. Liðið er reyndar löngu fallið og síðustu leikir því aðeins fyrir stoltið.
 
Grindavík tapaði einnig í dag. Þeir fóru norður á Akureyri þar sem leikið var gegn KA. Þar var markasúpan í fyrri hálfleik, KA hafði skorað fjögur mörk og Grindavík tvö þegar blásið var til leikhlés. KA-menn komust í 3:0 áður en Grindavík náði að minnka muninn en staðan var 4:2 í hálfleik. Grindavík bætti svo við einu marki í síðari hálfleik en Sam Hewson skoraði þrennu fyrir Grindavík í leiknum.
 
Grindavík er í 9. sæti fyrir lokaumferðina en Keflavík á botninum.


 
Sam Hewson skoraði þrennu fyrir Grindavík á Akureyri í dag. (Mynd úr safni).

 
Frá síðasta heimaleik Keflavíkur í Pepsideildinni þetta árið.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs