Íþróttir

Már varð í 11. sæti í kjörinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 29. desember 2019 kl. 10:33

Már varð í 11. sæti í kjörinu

Sundmaðurinn Már Gunnarsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar varð í 11. Sæti í kjöri til Íþróttamanns ársins á Íslandi. Már var kjörinn í íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Már flutti lag við athöfnina í Hörpu þegar útnefning Íþróttamanns ársins fór fram. Már og Ísold systir hans unnu jólalagkeppni Rásar 2 og lagið þeirra, Jólaósk, toppaði svo vinsældalista Rásar 2 í þessari viku en það var í 2. sæti í vikunni á undan. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Einn annar íþróttamaður frá Suðurnesjum fékk stig í kjörinu en það var Jón Axel Guðmundsson, körfuboltamaður úr Grindavík. Hann varð í 17.-18. sæti en 24 íþróttamenn fengu stig í kjörinu.

Íþróttamaður árs­ins

1. Júlí­an J. K Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar – 378
2. Mart­in Her­manns­son, körfu­bolti – 335
3. Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fót­bolti - 289

4. Ant­on Sveinn McKee, sund – 244
5. Arn­ar Davíð Jóns­son, keila – 218
6. Aron Pálm­ars­son, hand­bolti – 158
7. Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir – 98
8. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, fót­bolti – 61
9. Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son, golf – 55
10. Gylfi Þór Sig­urðsson, fót­bolti – 53

11. Már Gunn­ars­son, íþrótt­ir fatlaðra – 30
12. Jó­hann Skúla­son, hestaíþrótt­ir – 29
13. Helena Sverr­is­dótt­ir, körfu­bolti – 22
14. Ragn­ar Sig­urðsson, fót­bolti – 17
15. Har­ald­ur Frank­lín Magnús, golf – 15
16. Arn­ór Þór Gunn­ars­son, hand­bolti – 13
17-18. Íris Björk Sím­on­ar­dótt­ir, hand­bolti – 6
17-18. Jón Axel Guðmunds­son, körfu­bolti - 6
19-20. Kol­beinn Sigþórs­son, fót­bolti – 5
19-20. Jó­hann Berg Guðmunds­son, fót­bolti – 5
21. Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir, þríþraut – 3
22. Elín Metta Jen­sen, fót­bolti – 2
23-24. Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­bolti – 1
23-24. Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, fót­bolti - 1