bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Magnús Orri íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2019
Magnús Orri, Íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2019. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 15. janúar 2020 kl. 09:36

Magnús Orri íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2019

Fimleikamaðurinn Magnús Orri Arnarsson var valinn íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ. Útnefningin fór fram þann 14. janúar við hátíðlega athöfn í Gerðaskóla.

Magnús Orri keppti á árinu á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og stóð sig frábærlega.

Íþrótta- og tómstundaráð bæjarins veitti Sigurði Ingvarssyni einnig viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Suðurnesjabæ.

Við tilefnið var landlækni, Ölmu Möller, boðið í heimsókn og undirrituðu hún og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, samning um að Suðurnesjabær gerist Heilsueflandi samfélag.Garðmaðurinn Sigurður Ingvarsson fékk viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþróttum og æskulýðsmálum.

Skrifað var undir samning Landlæknis og Suðurnesjabæjar um Heilsueflandi samfélag.


Hópurinn sem var tilnefndur til íþróttamanns Suðurnesjabæjar 2019.