Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Magnaður vandræðagangur Keflavíkinga
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 01:45

Magnaður vandræðagangur Keflavíkinga

Keflvíkingar virðast þola illa bleytu og það var magnaður vandræðagangur á þeim á Nettóvellinum í Keflavík í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti botnliði Magna í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.

Gestirnir skoruðu úr þeim sóknum sem þeir komust í og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Ekkert gekk hjá Keflvíkingum í síðari hálfleik og Magna-menn innsigluðu sigur sinn með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Keflvíkingar hefðu reyndar átt að fá víti skömmu áður (mynd af atvikinu geta lesendur séð í myndasafni með fréttinni) en því miður var slök dómgæsla og ekkert dæmt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 16 stig og það er langt í toppinn þar sem Fjölnir situr með 26 stig, Grótta er í 2. sæti með 24 stig og Þór í því þriðja með 23 stig.

Njarðvíkingar fóru norður á Akureyri í kvöld þar sem þeir töpuðu fyrir Þór með tveimur mörkum gegn einu. Þór sá um öll mörkin í kvöld. Þeir skoruðu á 6. mínútu og gerðu svo sjálfsmark á 11. mínútu. Þór tryggði svo sigur með marki á 1. mínútu síðari hálfleiks.

Njarðvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 10 stig eins og liðin í fallsætunum en eru með betri markahlutfall.

Myndirnar úr leik Keflavíkur og Magna tók Hilmar Bragi. Þær eru í myndasafni hér neðan við fréttina.

Keflavík - Magni 0:3 // Inkasso-deild karla 2019