Íþróttir

Má fagnað við komuna til landsins í gær
Hafþór óskar Má til hamingju með frábæran árangur á nýliðnu HM móti fatlaðra í London.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 10:38

Má fagnað við komuna til landsins í gær

Már Gunnarsson fékk höfðinglegar móttökur við komuna til landsins í gær eftir frækilega keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London nýverið. Hann kom heim með 10 Íslandsmet og bronsverðlaun í 100 metra baksundi. Már var sá eini af skandinavísku keppendunum sem komst á verðlaunapall.

Þeir sem hafa verið að fylgjast með Má vita að hann hefur verið að ná feiki góðum árangri í sundi. Þó má segja að þetta hafi slegið öll met. Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti fyrir hönd Reykjanesbæjar og afhenti Má blómvönd fyrir frábæran árangur. Að auki fékk Már blönvönd frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og allur hópurinn fékk góðar móttökur og blóm frá Íþróttasambandi fatlaðra við komuna til landsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Framundan hjá Má er svo tónleikahald í Póllandi, það fyrsta utan Íslands.

Myndir: Reykjanesbær