Sindri -3-10 des
Sindri -3-10 des

Íþróttir

Liðbönd Arnórs Ingva illa farin eftir tæklingu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 14:34

Liðbönd Arnórs Ingva illa farin eftir tæklingu

Liðbönd Arnórs Ingva Traustasonar, leikmanns Malmö í sænsku úrvalsdeildinni, eru illa farin eftir tæklingu Haris Radetinac í leik gegn Djurgården í sænsku deildinni í gær. Arnór Ingvi var borinn af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks eftir ljóta tæklingu frá Radetinac.

Eftir myndatöku er komið í ljós að Arnór Ingvi er óbrotinn en liðbönd eru illa farin. Ekki er ljóst hversu lengi Arnór verður frá vegna meiðslanna.

Myndband af tæklingu Radetinac á Arnóri Ingva má sjá á vef Fotbollskanalen.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs