Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Leiknir gekk frá Keflavík á 18 mínútum
Adolf Mtasingwa Bitegeko vakti aftur von í brjósti Keflvíkinga á 60. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir harða hríð Keflvíkinga að marki Leiknis.
Fimmtudagur 27. júní 2019 kl. 22:13

Leiknir gekk frá Keflavík á 18 mínútum

Á átján mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu Leiknismenn úr Reykjavík þrjú mörk gegn einu frá Keflavík í Inkasso-deild karla á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Lokastaðan 1-3.

Vuk Oskar Dimitrijevic og Sævar Atli Magnússon skoruðu tvö fyrstu mörk gestanna á 47. og 54. mínútu. Adolf Mtasingwa Bitegeko vakti aftur von í brjósti Keflvíkinga á 60. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir harða hríð Keflvíkinga að marki Leiknis. Sólon Breki Leifsson slökkti svo í vonum Keflavíkur með þriðja marki Leiknis á 65. mínútu.

Keflvíkingar áttu mnokkrar góðar tilraunir í leiknum en inn vildi boltinn ekki.

Keflvík er komið niður í 4. sæti deildarinnar og er þar með 14 stig. Leiknir fór upp í 7. sæti með sigrinum í kvöld en Fram er á toppi Inkasso-deildarinnar með 17. stig. Þór og Fjölnir eru í 2.-3. sæti með 16 stig.

Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir í leiknum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna