Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Kynjahlutfall aðalstjórnar jafnt í fyrsta sinn
Birgir og Sveinn hlutu heiðursgullmerki fyrir störf í þágu Keflavíkur.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 06:00

Kynjahlutfall aðalstjórnar jafnt í fyrsta sinn

Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður Keflavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Á fundinum létu tveir stjórnarmenn af störfum eftir tuttugu ára starf en það voru þeir Birgir Ingibergsson og Sveinn Júlíus Adolfsson, sem hlutu í kjölfarið heiðursgullmerki fyrir störf sín í þágu íþróttanna.

Þá var Ólafur Ásmundsson einnig heiðraður með starfsbikar Keflavíkur fyrir mikla sjálfsboðavinnu í þágu félagsins. Hann er á myndinni hér að neðan með Einari formanni Keflavíkur.Í fyrsta skipti er kynjahlutfall aðalstjórnar Keflavíkur jafnt en þær Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir eru nú komnar í stjórn.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs