Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Íþróttir

Kylfingar eins og beljur á vorin - flottar myndir úr Leirunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 17:06

Kylfingar eins og beljur á vorin - flottar myndir úr Leirunni

Mikil aðsókn hefur verið að golfvöllunum á Suðurnesjum sem allir hafa opnað á sumarflatir og hafa margir kylfingar á höfuðborgarsvæðinu nýtt sér það og heimsótt Suðurnesjamenn síðustu daga. Gott veður hefur hjálpað til og ýtt undir aðsóknina.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndasafni úr Leirunni sem tekið var á sunnudag 25. apríl lítur völlurinn vel út og veðrið lék við kylfinga þá og marga síðustu daga. Með fréttinni fylgir flott myndasafn en ljósmyndari VF kíkti í Leiruna nýlega og tók þessar myndir.

Sólning
Sólning

Kylfingar fjölmenna á golfvellina