Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Kostaði okkur sem betur fer ekki sæti í deildinni
Mánudagur 27. september 2021 kl. 10:43

Kostaði okkur sem betur fer ekki sæti í deildinni

Víkurfréttir ræddu við Eystein Húna Hauksson, annan þjálfara Keflvíkinga, eftir tapleik gegn ÍA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar höfðu tveggja marka forystu þegar innan við hálftími var eftir af leiknum en misstu hann úr höndum sér á átta mínútna kafla.

„Þetta er mjög skrítið, það er ekkert hlaupið að því að halda sætinu í deildinni. Við urðum fyrir miklum skakkaföllum, misstum Rúnar og Marley út og ýmislegt fleira. Það þurfti að benda strákunum á það í klefanum eftir leikinn því þeir voru gríðarlega svekktir út í sjálfa sig og fannst þeir bregðast sér og okkar stuðningsfólki á þessu átta mínútna kafla þar sem komu þrjú mörk. Þetta er eitthvað sem fer í reynslubankann og kostaði okkur sem betur fer ekki sæti í deildinni“ sagði Eysteinn m.a. eftir leikinn gegn Skagamönnum um helgina. „Það er mjög mikilvægt að vera ekki komnir aftur á byrjunarreit í því ferli sem við erum í núna og núna er bara að fá alla með okkur upp á Skaga og við munum gera allt sem er í okkar valdi til að við fögnum þar.“

Viðtal Páls Ketilssonar við Eystein má sjá í spilaranum hér að neðan.

Public deli
Public deli