Bílrúðuþjónustan
Bílrúðuþjónustan

Íþróttir

Kórdrengir tóku Reynismenn til bæna - Myndaveisla!
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 00:22

Kórdrengir tóku Reynismenn til bæna - Myndaveisla!

Kórdrengir tóku Reynismenn til bæna í 3. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Leiið var á Europcarvellinum í Sandgerði.

Kórdrengir fóru með 2-0 sigur af hólmi. Daníel Gylfason skoraði fyrra mark Kórdrengja á 25. mínútu og Unnar Már Unnarsson bætti við öðru marki á 45. mínútu. Þeir eru báðir Keflvíkingar en léku reyndar með Reyni í fyrra.

Það var keflvískur bragur yfir leiknum í Sandgerði í kvöld enda margir leikmenn úr Keflavík bæði í Reyni og Kórdrengjum. Keflvísku nöfnin voru líka dugleg að næla sér í gulu spjöldin í kvöld.

Páll Orri Pálsson var með myndavélina í Sandgerði og tók myndirnar í meðfylgjandi myndagallerýi.

Reynir - Krórdrengir (0:2) 3. deildin í knattspyrnu 2019

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs