Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Íþróttir

Knattspyrnutímabilið er búið
Kvennalið Keflavíkur leikur í efstu deild að ári eftir árs fjarveru.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 30. október 2020 kl. 18:06

Knattspyrnutímabilið er búið

Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að hætta keppni í knattspyrnu nú þegar. Þessi ákvörðun er tekin í framhaldi ákvörðunnar sóttvarnaryfirvalda að herða sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar.

Það er því orðið ljóst í hvaða sæti liðin enda í sínum deildum:

Í Lengjudeild karla eru Keflvíkingar deildarmeistarar og leika í efstu deild að ári en Grindvíkingar munu leika annað tímabil í Lengjudeildinni.

Public deli
Public deli

Það var orðið ljóst að Keflavík endar í öðru sæti Lengjudeildar kvenna og leika þær einnig í efstu deild á næsta ári.

Grindvíkingar urðu deildarmeistarar í 2. deild kvenna, þær voru tveimur stigum á eftir HK þegar leik var hætt en áttu leik til góða. Grindavík fer því í efsta sæti með fleiri stig að meðaltali en HK.

Í 2. deild enda Þróttarar í þriðja sæti og Njarðvíkingar í því fjórða. Þróttur var hársbreidd frá því að komast upp í næstefstu deild en liðið gerði jafntefli í síðasta leik og missti þar með Selfoss því upp fyrir sig. Víðismenn ljúka því miður leik í ellefta sæti og leika því í 3. deild á næsta ári.

Reynismenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í 2. deild og enda í öðru sæti 3. deildar.

Sveindís Jane fagnar marki gegn Val, helsta keppinaut Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Mynd: Fótbolti.net
Þá varð Sveindís Jane Jónsdóttir Íslandsmeistari með kvennaliði Breiðabliks en hún var, eins og flestir vita, á láni frá Keflavík í sumar.