Íþróttir

Keflvískur sigur í uppbótartíma í nágrannaslag
Frans Elvarsson með þrumuskot utan af velli og algjörlega óverjandi fyrir markvörð Njarðvíkinga, Brynjar Atla Bragason. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 30. júlí 2019 kl. 22:01

Keflvískur sigur í uppbótartíma í nágrannaslag

Það tók Keflvíkinga 271 mínútu að skora gegn Njarðvíkingum. Keflvíkingar höfðu ekki skorað gegn Njarðvík í tveimur fyrri leikjum liðanna í sumar. Liðin mættust í Inkassodeildinni í maí þar sem úrslitin urðu 0-0 og nokkrum dögum síðar mættust liðin aftur, þá í Mjólkurbikarnum. Þar fóru Njarðvíkingar með sigur af hólmi.

Venjulegur leiktími var svo liðinn í kvöld og ein mínúta búin af uppbótartíma þegar Keflvíkingar náðu loks að skora mark. Þar var á ferðinni Frans Elvarsson með þrumuskot utan af velli og algjörlega óverjandi fyrir markvörð Njarðvíkinga, Brynjar Atla Bragason.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar voru tíu á vellinum á móti fullskipuðu Njarðvíkurliði eftir að Rúnar Þór Sigurgeirsson fékk sitt annað gula spjald og því rautt á 79. mínútu.

Það brutust út mikil fagnaðarlæti í leikslok í klefa Keflavíkurliðsins eins og sjá má í myndskeiði með fréttinni sem birt er á fésbók Víkurfrétta.