Íþróttir

Keflvíkingar undir í einvíginu við Tindastól
Valur Orri Valsson var stigahæstur Keflvíkinga með sautján stig. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 08:50

Keflvíkingar undir í einvíginu við Tindastól

Keflavík lék fyrsta leikinn í úrslitakeppni Subway-deildar karla norður á Sauðárkróki í gæt þar sem þær mættu mikið betur stemmdu liði Tindastóls sem hafði frekar auðveldan sigur, 101:80.

Tindastóll - Keflavík 101:80

(26:20, 23:17, 27:20, 25:23)
Darius Tarvydas var með flesta framlagspunkta Keflvíkinga, eða 23. Hann gerði fimmtán stig og tók níu fráköst. Lítið framlag kom frá lykilleikmanni, Mustapha Jahhad Heron, eða aðeins fjögur stig.

Eftir rólegan fyrsta leikhluta fóru Stólarnir að taka fram úr Keflvíkingum og náðu nítján stiga forystu upp úr miðjum öðrum leikhluta (47:28), Keflvíkingar gerðu þó vel að minnka muninn í tólf stig fyrir hálfleik (49:37),

Sami taktur var á Keflvíkingum í seinni hálfleik og voru þeir aldrei líklegir til að jafna, mestur munur varð á liðunum í lokin þegar Tindastóll komst í 100:74, 26 stiga munur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hjalta Þór Vilhjálmssyni, þjálfara Keflvíkinga, er vandi á höndum en hann þarf nú koma meiri grimmd Keflavíkurliðið. Stólarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu í undanförnum leikjum og eru með sjálfsöryggið í botni en eitthvað óöryggi virðist vera í herbúðum Keflavíkur.

Liðin mætast í öðrum leik viðureignarinnar á heimavelli Keflvíkinga föstudaginn 8. apríl klukkan 20:15.

Keflavík: Valur Orri Valsson 17, Darius Tarvydas 15/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/4 fráköst, Dominykas Milka 11/10 fráköst, Jaka Brodnik 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 9, Mustapha Jahhad Heron 4, Ágúst Orrason 2, Magnús Pétursson 2, Arnór Sveinsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Nikola Orelj 0.

Tengdar fréttir