Nettó
Nettó

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í toppslagnum
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 08:54

Keflvíkingar töpuðu í toppslagnum

KR-ingar tóku framúr Keflvíkingum á toppi Domino’s deildar kvenna í körfubolta með því að leggja Suðurnesjakonur 93-71 um helgina. Keflvíkingar voru talsvert frá sínu besta en góður síðari hálfleikur Vesturbæinga lagði grunn að sigrinum. Birna Valgerður var stigahæst Keflvíkinga með 19 stig en Dinkins daðraði við þrennu að vanda. Keflvíkingar sitja nú í öðru sæti ásamt Snæfelli, tveimur stigum frá toppnum.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 19/4 fráköst, Brittanny Dinkins 17/11 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 10, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/7 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 5/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, María Jónsdóttir 2/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Embla Kristínardóttir 0.

Staða:
1 KR 14 11 3 1017 - 955 22
2 KEF 14 10 4 1156 - 1099 20
3 SNÆ 14 10 4 1084 - 998 20
4 VAL 14 8 6 1095 - 1030 16
5 STJ 14 8 6 1009 - 1011 16
6 SKA 13 4 9 941 - 1002 8
7 HAU 13 3 10 888 - 959 6
8 BRE 14 1 13 1028 - 1164 2

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs