Íþróttir

Keflvíkingar sendu tvo útlendinga heim
Jennings og Boyanov voru sendir heim. Mynd/karfan.is
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 15:16

Keflvíkingar sendu tvo útlendinga heim

Ekki er hægt að segja að nýir erlendir leikmenn Domino’s deildarliðs Keflavíkur í körfubolta hafa byrjað vel. Tveir sem komu ekki alls fyrir löngu hafa verið sendir heim, hinn bandaríski Milton Jennings og Georgi Boyanov frá Búlgaríu og munu þeir ekki leika með liðinu á komandi tímabili. Samkvæmt stjórn, stóð hvorugur þeirra undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra, að því er segir á karfan.is

Eins og VF hefur greint frá hafa Keflvíkingar gert samning við Bandaríkjamanninn Michael Craion en hann er talinn vera einn besti útlendingurinn sem hefur leikið á Íslandi.  Hann var valinn besti erlendi leikmaður tímabilsins þrjú ár í röð tímabilin 2013-2014 með Keflavík, 2014-2015 og 2015-2016 með KR. Craion varð bikarmeistari með Keflavík árið 2012 og aftur með KR árið 2016. Hann varð síðan Íslands- og deilarmeistari bæði tímabilin sem hann spilaði með KR og var einnig útnefndur besti leikmaður úrslitakeppni Dominos deilarinnar árið 2015.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024