Nettó
Nettó

Íþróttir

Keflvíkingar lögðu KR
Miðvikudagur 7. nóvember 2018 kl. 23:40

Keflvíkingar lögðu KR

Tveimur stigum frá toppnum

Keflvíkingar sitja í þriðja sæti Domino’s deildar kvenna í körfubolta eftir 77-73 sigur á frískum KR-ingum í kvöld. Brittany Dinkins átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík þar sem hún skoraði 37 stig og tók 10 fráköst. Þær Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir skoruðu svo 11 stig hvor. Leikurinn var í járnum allt þar til í síðasta leikhluta þegar heimakonur sýndu mátt sinn. Staðan í deildinni er eftirfarandi, Snæfell trónir á toppnum með 12 stig en Stjarnan, Keflavík og KR eru með 10 stig í næstu sætum.

Keflavík: Brittany Dinkins 37/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 11/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Embla Kristínardóttir 4/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, María Jónsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Birna Valgerður Benónýsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.

KR: Kiana Johnson 36/17 fráköst/3 varin skot, Perla  Jóhannsdóttir 12, Unnur Tara Jónsdóttir 11/12 fráköst, Orla O'Reilly 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Vilma Kesanen 4, Ástrós Lena Ægisdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/4 fráköst, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Margrét Blöndal 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs