Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Íþróttir

Keflvíkingar komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn
Deane William var atkvæðamestur fyrir Keflavík með 34 stig og sextán fráköst. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 10:30

Keflvíkingar komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn

Það var mikill háspennuleikur í gær þegar Keflvíkingar mættu ÍR í átjándu umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Þótt miklu muni á stöðu liðanna í deildinni fór leikurinn í framlengingu þar sem Keflvíkingar höfðu loks betur, 109:116. Með sigrinum er Keflavík nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Stjarnan á enn fræðilegan möguleika á að sigra deildina en þá þurfa þeir að vinna alla sína leiki og Keflavík að tapa öllum sínum, ef það myndi gerast væru liðin jöfn að stigum en Stjarnan vinna á innbyrðis viðureignum.

Leikurinn var kaflaskiptur en Keflavík hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta og leiddi með níu stigum (19:28). ÍR-ingar söxuðu á muninn og náðu honum niður í tvö stig í öðrum leikhluta, staðan 55:57 í hálfleik. 

Sólning
Sólning

ÍR-ingar komust yfir strax í upphafi þriðja leikhluta með þriggja stiga körfu og juku muninn í 68:57 án þess að Keflvíkingar næðu að svara. Keflavík kom til baka og náði aftur yfirhöndinni, Keflavík leiddi 75:89 fyrir fjórða leikhluta.

Þegar fjórði leihluti var hálfnaður höfðu Keflvíkingar níu stiga forystu, 85:94, en ÍR-ingar unnu sig inn í leikinn og nörtuðu í hæla Keflvíkinga út leikinn. Rétt áður en tíminn rann út jöfnuðu þeir leikinn með þriggja stiga körfu (100:100) og því var farið í framlengingu.

Í upphafi framlengingar var jafnræði með liðunum en svo fór að Keflavík seig fljótlega fram úr og kláraði leikinn 109:116.

Keflavík: Deane Williams 34/16 fráköst, Calvin Burks Jr. 31/7 fráköst, Dominykas Milka 24/13 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/8 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 4, Ágúst Orrason 3, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Reggie Dupree 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Magnús Pétursson 0.