Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Keflvíkingar kepptu á móti í Póllandi
Keflvísku þátttakendurnir ásamt Helga þjálfara.
Mánudagur 17. september 2018 kl. 09:35

Keflvíkingar kepptu á móti í Póllandi

Keflvíkingarnir þeir Andri Sævar, Ágúst Kristinn, Daníel Arnar, Eyþór og Kristmundur ásamt Helga yfirþjálfara Taekwondodeildar Keflavíkur tóku þátt á Polish open í Varsjá um sl. helgi. Mótið er eitt stærsta opna Taekwondo mót í Evrópu og voru yfir 1500 keppendur sem tóku þátt.

Kristmundur Gíslason keppti í -80kg flokki og tapaði á móti Póllandi eftir hörku baráttu. Daníel Arnar keppti í -63kg flokki og tapaði á móti sterkum andstæðingi frá Austurríki. Andri Sævar keppti í -68kg flokki og sigraði fyrsta bardaga á móti Póverja en tapaði á móti Svía í seinni bardaga. Eyþór Jónsson keppti einnig í -68kg flokki og sigraði fyrstu tvo bardagana á móti Úkraínu og Póllandi en tapaði á móti sterkum keppanda frá Bretlandi og hafnaði í 5.-8. sæti. Ágúst Kristinn keppti í -48kg flokki og vann þrjá bardaga á móti Spáni, Finnlandi og Ítalíu en tapaði á móti Ísrael eftir erfiðan bardaga og hafnaði í 2. sæti í sínum flokki.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs