Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Keflvíkingar fá hávaxinn Litháa
Föstudagur 14. júní 2019 kl. 10:11

Keflvíkingar fá hávaxinn Litháa

Keflvíkingar hafa samið við nýjan útlending til að leika með liðinu í Domino’s deild karla í körfubolta á næsta keppnistímabili. Þeir hafa fengið hávaxinn Litháa, Dominykas Milka en  hann hefur spilað síðustu tvö ár í Frakklandi, NM1 sömu deild og Michael Craion, spilaði í áður en hann kom til Keflavíkur í fyrra.

Milka var með 13,2 stig, 7,3 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali. Áður spilaði Milka í Sviss, Eistlandi, Japan, Litháen og St.Rose college í Bandaríkjunum.

„Milka er stór og sterkur miðherji með góða reynslu sem kemur til með að þétta teiginn hjá okkur bæði sóknarlega og varnarlega. Von er Milka til Keflavíkur í byrjun september,“ segir í frétt frá Keflavík en á meðfylgjandi myndbandi má sjá að stóri maðurinn er öflugur körfuboltamaður.