Flugstefna Íslands
Flugstefna Íslands

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir norðan og eru í botnbaráttu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 14:17

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir norðan og eru í botnbaráttu

Keflavíkurstúlkur í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu töpuðu 3:1 fyrir norðan gegn Þór/KA í gær.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík yfir og þannig var staðan í hálfleik. Selfyssingar komu hins vegar sterkar inn í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk.

Keflavík er í næst neðsta sæti með 10 stig en næstu tvö lið eru með 12 og 13 stig.

„Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er,“ sagði Gunnar Jónsson við fotbolta.net eftir leikinn. 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs