Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur með yfirburði - naumt tap hjá UMFG
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 10:26

Keflavíkurstúlkur með yfirburði - naumt tap hjá UMFG

Keflavíkurstúlkur unnu Breiðablik örugglega en Grindavík tapaði naumlega fyrir Haukum í Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi.

Keflavík ar með yfirhöndina allan tímann gegn Blikastúlkum og unnu léttan sigur. Daniela Morillo skoraði 25 stig og tók 9 fráköst en ungu stúlkurnar stóðu sig vel og skiluðu stigum og góðu framlagi. Lokatölur 81:51 en staðan í hálfleik var 42:29.

Keflavík-Breiðablik 81-51 (25-17, 17-12, 21-8, 18-14)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Þóranna Kika Hodge-Carr 12, Katla Rún Garðarsdóttir 10/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.Spennan var öllu meiri í Grindavík en Haukastúlkur hafa verið á góðri siglingu. Lokatölur urðu 70:78 en lokafjórðungurinn var heimakonum dýr en þær töpuðu honum 6:14.

Jordan Reynolds skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Hrund Skúlasdóttir var með 21 stig og 14 fráköst.

Grindavík-Haukar 70-78 (21-18, 11-19, 16-14, 16-13, 6-14)

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 25/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 21/14 fráköst, Tania Pierre-Marie 14/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Hulda Ósk Ólafsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs