Íþróttir

Keflavíkurstúlkur lögðu Blika
Erna Hákonardóttir skoraði 11 stig gegn Blikum. VF-mynd/PállOrri.
Sunnudagur 7. mars 2021 kl. 17:19

Keflavíkurstúlkur lögðu Blika

Keflavíkurstúlkur voru fljótar að jafna sig eftir fyrsta tap vetrarins í Domino’s deild kvenna í körfubolta en þær unnu Breiðablik í Blue höllinni í gær með tíu stiga mun, 75-65.

Keflavík náði þrettán stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta en gestirnir svöruðu fyrir sig með góðum öðrum leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig. Nær komust þær ekki og Keflavík bætti við forskotið í síðari hálfleik og kláruðu góðan sigur.

Keflavík-Breiðablik 75-65 (26-13, 13-25, 17-13, 19-14)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/23 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/9 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Anna Lára Vignisdóttir 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 2, Agnes Perla Sigurðardóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0.