Nettó
Nettó

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í góðum málum
Mánudagur 16. ágúst 2010 kl. 16:43

Keflavíkurstúlkur í góðum málum


Keflavíkurstúlkur eru í góðum málum á toppi A-riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu með 33 stig, þremur stigum á undan Þrótti R,  sem reyndar á leik til góða. Þessi tvö lið heyja spennandi toppbaráttu í riðlinum og vantar mikið upp á að önnur lið standist þeim snúning.
Toppliðin tvö mættust á föstudaginn á Sparisjóðsvellinum og var leikurinn afar fjörlegur eins og markatölurnar gefa til kynna en Keflavík sigraði 4-3.
Karitas Ingimarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Keflavík en hin mörkin skoruðu Nína Ósk Kristinsdóttir og Indrira Ilic.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs