Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur fastar í Hóminum eftir sigur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 23:53

Keflavíkurstúlkur fastar í Hóminum eftir sigur

Keflavík vann góðan sigur á Snæfelli í Domino’s deild kvenna í körfubolta á sunnudagskvöld. Lokatölur urðu 75-84. Óveðrið var ekki bara á Suðurnesjum heldur líka úti á landi því Keflavíkurstúlkur urðu innlyksa í Stykkishólmi og þurftu að fá næturgistingu.

Leikurinn var jafn og spennandi og framlengja þurfti þegar liðin skildu jöfn 72-72. Keflavík hafði betur í framlengingu 3-12 og tryggði sér góðan útisigur.

Public deli
Public deli

Daniela Morillo var með stigahæst með 24 stig og 13 fráköst hjá Keflavík.

Þrátt fyrir að vera veðurtepptar var hópurinn í ágætum málum eins og sjá má á Facebook síðu stuðningsmanna Keflvíkinga. Hópurinn gistir í Hólminum og vonast til að komast til Keflavíkur á mánudagsmorgun.

Snæfell-Keflavík 75-84 (15-23, 25-19, 17-15, 15-15, 3-12)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.