Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur ekki sannfærandi en unnu þó
Fimmtudagur 14. mars 2019 kl. 09:35

Keflavíkurstúlkur ekki sannfærandi en unnu þó

Keflavíkurstúlkur unnu sigur á Haukum í gærkvöldi í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 79-69.

Brittany Dinkins var enn einu sinni alger lykilmanneskja í liði Keflavíkur og skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 14 og tók 10 fráköst. Keflavík var ekki mjög sannfærandi í þessum leik gegn vængbrotnu Haukaliði og þurfa að leika betur. Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur var ósáttur með leik liðsins og sagði frammistöðuna hafa verið hroðalega. „Ég hef bara áhyggjur ef þetta verður svona í úrslitakeppninni,“ sagði hann í viðtali við karfan.is og sjá má hér í myndskeiði með fréttinni.

Keflavík-Haukar 79-69 (21-12, 22-21, 16-15, 20-21)

Keflavík: Brittanny Dinkins 32/12 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 14/10 fráköst, Embla Kristínardóttir 7, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/7 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3, María Jónsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0. 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs