RNB 17 júní
RNB 17 júní

Íþróttir

Keflavíkursigur í jöfnum leik 1:0
Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson var maður leiksins. VF-myndir/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 22:25

Keflavíkursigur í jöfnum leik 1:0

Keflvíkingar eru komnir í 1:0 forystu gegn KR í 4ra liða úrslitum Domin’s deildarinnar í körfubolta eftir sigur í Blue höllinni í kvöld. Lokatölur 89-81 en leikurinn var hnífjafn og skemmtilegur allan tímann. Björn Þór Björnsson reyndi þriggja stiga skot þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka en boltinn dansaði á hringnum og heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni.

KR-ingar stóðu í deildarmeisturunum með góðum leik allan tímann en réðu ekki við bítlabæjarliðið í blálokin. „Þetta var seigla en við vorum pínu ryðgaðir í byrjun. Strákarnir voru flottir og kláruðu þetta,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga.

KR-ingar mættu með kassann úti og ákveðnir til leiks eftir 3-2 sigur í 8 liða úrslitum gegn Val. Þeir náðu að stýra hraðanum lengst af  það dugði þó ekki gegn Keflavík sem hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi fékk fljótlega 3 villur og það raskaði aðeins leik heimamanna. Varamenn Keflvíkinga komir sterkir inn, sérstaklega Reggie Dupree en Dominikas Milka var duglegastur í stigaskorun og í vörn en Williams var nokkuð lengi í gang. Var þó drjúgur þegar leið á og skilaði sínu. Maður leiksins var þó Valur Orri Valsson sem skoraði flottar körfur, átti margar frábærar stoðsendingar en það sem miklu máli skiptir var þjófnaður kappans. Hann stal boltanum nokkrum sinnum á mikilvægum augnablikum, m.a. af besta leikmanni KR, Sybin en hann var Keflvíkingum erfiður.

Milka skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, Deane Wiliams var með 18 stig og 14 fráköst og Hörður Axel var með 13/8. Valur Orri skilaði 11 stigum og tók 6 fráköst..

Keflavík-KR 89-81 (26-23, 17-19, 20-18, 26-21)

Keflavík: Dominykas Milka 26/12 fráköst, Deane Williams 18/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/8 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 12/5 fráköst, Valur Orri Valsson 11/6 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 2, Magnús Pétursson 0, Arnór Sveinsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

KR: Tyler Sabin 29/9 fráköst, Brandon Joseph Nazione 16/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Matthías Orri Sigurðarson 11/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 3, Helgi Már Magnússon 3, Almar Orri Atlason 0, Alexander Óðinn Knudsen 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Björn Kristjánsson 0, Zarko Jukic 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem

Áhorfendur: 446

Viðureign: 1-0

Deane Wiliams skorar undir körfunni.

Það var þétt setinn bekkurinn í Blue höllinni. 

Reggie Dupree tekur skot í leiknum gegn KR.