Nettó
Nettó

Íþróttir

Keflavík þakkar Herði fyrir framlag sitt
Þriðjudagur 24. júlí 2018 kl. 13:28

Keflavík þakkar Herði fyrir framlag sitt

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún þakkar Herði Sveinssyni fyrir góða samfylgd. Hér að neðan má lesa tilkynninguna.

Hörður Sveinsson knattspyrnumaður úr Keflavík hefur ákveðið að leika með Reyni í Sandgerði það sem eftir lifir af þessu keppnistímabili.
Hörður hefur glímt við erfið meiðsli, en er nú kominn aftur í keppnishæft stand.

Hörður er einn af mörgum framúrskarandi knattspyrnumönnum Keflavíkur sem lagt hefur sitt af mörkum til liðsins. Hann á að baki 261 leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 84 mörk. Auk þess hefur Hörður leikið 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hörður var einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004.

Hörður hefur verið framúrskarandi félagi í Keflavík og hefur hann leikið 15 tímabil og er hann fjórði markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi.

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur þakkar Herði fyrir góða samfylgd og gott framlag til liðsins, um leið og honum er óskað velfarnaðar með nágrannaliðinu Reyni.

Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs