Omnis
Omnis

Íþróttir

Keflavík tapaði í Eyjum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 17:17

Keflavík tapaði í Eyjum

Keflavík tapaði með þremur mörkum gegn tveimur þegar ÍBV var heimsótt til Vestmannaeyja í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær.

Sophie Mc Mahon Groff skoraði mörk Keflavíkur á 38. og 83. mínútu. Eyjakonur komust yfir á 27. mínútu en Keflavík jafnaði ellefu mínútum síðar. ÍBV bætti við tveimur mörkum áður en Keflavík minnkaði muninn.

Eftir ellefu umferðir er Keflavík í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig. Keflavíkurkonur hafa unnið þrjá leiki í sumar, gert eitt jafntefli en tapað sjö leikjum.

Þrjú lið eru fyrir neðan Keflavík í deildinni. Botnliðið er HK/Víkingur með sjö stig en Fylkir og KR eru bæði með 10 stig eins og Keflavík en lakari markatölu. Það er því barátta fyrir Keflavíkurkonur framundan.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn Breiðabliki á laugardag í Kópavogi. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig eins og Valur. Þessi tvö lið hafa stungið af önnur lið í deildinni því næsta lið á eftir þeim er Þór/KA með 17 stig.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs