Íþróttir

Keflavík tapaði á heimvelli - Grindavík enn án stiga
Þóranna Kika í baráttu við leikmann Skallagríms. Mynd/karfan.is/SkúliSig.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 09:24

Keflavík tapaði á heimvelli - Grindavík enn án stiga

Keflavíkurstúlkur máttu þola tap gegn Skallagrími á heimavelli í Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Slæmur fyrri hálfleikur gerði Keflavík erfitt fyrir en í lokin munaði aðeins 5 stigum sem dugði Borgnesingum til sigur.

Skallagrímskonur voru miklu grimmari í byrjun leik og leiddu með 13 stigum í hálfleik og bættu svo við tveimur stigum í forskotið í þriðja leikhluta. Keflavíkurkonur vöknuðu við vondan draum en aðeins of lítið og aðeins of seint og urðu því að sætta sig við annað tapið í röð í deildinni.

Keflavík-Skallagrímur 70-75 (10-21, 18-22, 18-20, 24-12)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/10 fráköst/5 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.

Grindavíkurstúlkur eru í bölvuðu basli og töpuðu gegn KR í Frostaskjóli. Lokatölur 81-66 fyrir þær röndóttu og Grindavík er enn án stiga í deildinni.

KR-Grindavík 81-66 (21-11, 17-18, 23-22, 20-15)

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 24/24 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 15/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 12, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/5 fráköst, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Andra Björk Gunnarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs