Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Keflavík lék gegn tveimur Reykjavíkurrisum - Stelpurnar unnu FH
Adam skorar hér laglegt jöfnunarmark Keflvíkinga. Myndir/JónÖrvar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 14:33

Keflavík lék gegn tveimur Reykjavíkurrisum - Stelpurnar unnu FH

Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Pepsi Max-deildarlið KR-inga í gær þar sem skoraði jöfnunarmark þeirra. Nokkuð hefur verið um æfingaleiki í knattspyrnunni að undanförnu en stutt er í að deildakeppnir hefjist.

Adam Ægir Pálsson skoraði jöfnunarmark Keflavíkur á 55. mínútu en heimamenn komust yfir með marki Ægis J. Jónassonar á 40. mínútu. Keflvíkingar léku vel gegn Vesturbæjarstórveldinu og gáfu þeim ekkert eftir. Keflavík tapaði hins vegar 5-1 gegn Val í æfingaleik í síðustu viku. Lið Keflavíkur er skipað ungum leikmönnum og hafa þeir allir fengið að spreyta sig í þessum æfingaleikjum.

Fyrstu deildarlið Keflavíkurstúlkna lagði FH í æfingaleik 0-1 og skoraði Aníta Lind Daníelsdóttir mark Keflavíkur.

Njarðvíkingar léku æfingaleik gegn Aftureldingu á Njarðtaksvellinum síðasta fimmtudag og enduðu leikar 2-2 heimamenn. Atli Fannar Ottesen skoraði eitt en Kristján Ólafsson eitt mark. Njarðvíkingar leika í 2. deild eftir fall úr Inkasso-deildinni í fyrra.

Lið Keflavíkur karla og kvenna í æfingaleikjunum. 

Njarðvíkingar leika í 2. deild. Þeir léku æfingaleik gegn Aftureldingu og var þessi mynd tekin þegar liðin áttust við í Njarðvík.