Nettó
Nettó

Íþróttir

Keflavík í Pepsi-deild kvenna á næsta ári
Keflvíkurstúlkur fagna Pepsi-deildarsæti. VF-mynd/JónÖrvar.
Laugardagur 15. september 2018 kl. 13:42

Keflavík í Pepsi-deild kvenna á næsta ári

Frábær 1-6 sigur á Haukum í lokaleik deildarinnar

Keflavík endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir 1-6 sigur á Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fylkiskonur sigruðu líka og tryggðu sér þannig sigur í deildinni.

Keflavík komst í 1-5 í fyrri hálfleik og skoraði Sosphie Groff þrennu, fyrirliðinn Natash Moraa Anasi kom Keflavík á bragðið með fyrsta markinu á 11. mín. Aníta Lind Daníelsdóttir kom Keflavík í 0-2 á 23. mín.Svo skoraði Sophie Groff þrjú mörk frá 29. til 43. mín.  Amelía Rún Fjeldsted bætti við marki í síðari hálfleik. Lokatölur 1-6 og Keflavík leikur því í efstu deild kvenna í fyrsta sinn síðan 2009.Sophie Groff skoraði þrennu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs