Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík búið að losa sig við Wendell Green
Wendell Green sendir stuðningsfólki Keflavíkur fingurkoss – hann hefur nú verið kysstur bless og látinn fara frá Keflavík. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2024 kl. 11:22

Keflavík búið að losa sig við Wendell Green

Keflavík hefur sagt upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Wendell Green sem gekk til liðs við félagið fyrir yfirstandandi tímabil.

Green hefur að meðaltali gert 23,2 stig í leik á tímabilinu, sem gerir hann stigahæstan í liðinu, en framlag hans telur ekki nema sextán framlagspunkta að meðaltali í leik.

„Hann stóð sig hvorki innan vallar né utan að okkar mati,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þegar hann staðfesti brottreksturinn í samtali við Víkurfréttir.  Magnús sagði jafnframt að leit að nýjum leikmanni standi yfir: „Við erum á fullu að leita og ætlum að velja vel,“ sagði formaðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024